Bláfjallagangan

16. mars 2024

Sjá myndband

Play Video

Fréttir og tilkynningar

ÁBURÐARTIPS – BREYTINGAR!

Upplýsingar voru að berast um að þeir nái ekki að skafa nýja snjóinn úr brautinni þannig að það verður ekki klísturfæri fyrir festiáburð. Rennslisáburðurinn verður sá sami og engin breyting fyrir skinnskíðin. Ef þið hafið

Lesa meira >

Áburðartips!

Það á að snjóa í nótt. Hins vegar þá mun troðaramaðurinn skafa þann snjó úr brautinni og fara niður í gamla grófa snjóinn. Sem þýðir klísturfæri fyrir þau sem eru með áburðarskíði. Breytir litlu fyrir

Lesa meira >
Bláfjallagangan

Skráning í fullum gangi

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Bláfjallaskautið sem er góð upphitun fyrir Bláfjallagöguna á laugardaginn. Skautið fer fram á morgun fimmtudag. Skráning í fullum gangi fyrir skautið á morgun og gönguna

Lesa meira >
Bláfjallagangan

Bláfjallaganga Ullar 2024

Nú styttist í stærsta viðburð okkar í vetur en Bláfjallaganga Ullar fer fram 14. – 16. mars nk. Bláfjallagangan er hluti af Íslandsgöngum SKÍ. Skráning er í fullum gangi og enn er hægt að skrá sig

Lesa meira >

Útdráttarverðlaun vegna forskráningar

Þau sem skráðu sig fyrir 1. janúar 2024 voru svo heppin að komast í útdráttarpott. Dregið var um eftirfarandi vinninga og vinningshafarnir eru; Bakpoki og skíðafestingar frá GG Sport Þórunn Inga Ingjaldsdóttir Scarpa hlaupaskór og

Lesa meira >

Um gönguna

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 16. mars 2024. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni og er frá árinu 2020 hluti af Euroloppet.

Bláfjallagangan fer fram á fallegu svæði og liggur brautin meðal annars upp á Heiðina háu þar sem að útsýnið er frábært í góðu veðri. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk og hafa vinsældir Bláfjallagöngunnar aukist ár frá ári. Um hefðbundinn stíl er að ræða bannað að skauta.

Vegalengdir sem að eru í boði:

40 km fyrir 17 ára og eldri: Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni. Ath tímamörk eru í 40km; keppandi þarf að ná að klára fyrstu 20km á innan við 2klst og 45mín. 20 km, 10km og 5 km.

Brautin

Start og mark er við skála Ullunga í Bláfjöllum. Lengsti hringurinn er 20 km langur en einnig verða í boði 10 km og 5 km hringir. Sjá nánar á mynd.

Skráning og þátttökugjald

Skráning í Bláfjallagönguna sem haldin verður 16. mars 2024 fer fram á netskráning.is

Dagskrá

Miðvikudagur 13. mars:
Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni 6 milli klukkan 16 og 18

Fimmtudagur 14. mars:

Frá kl. 16 – 18: Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni 6

18:00 Ræsing í Bláfjallaskautinu (skaut/frjáls aðferð) 10 km og 20 km. Hópstart
Skylda að ganga með höfuðljós

Föstudagur 15. mars:

Frá kl. 16 – 18: Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni 6

Laugardagurinn 16. mars:

09:00: Ræsing fyrir keppendur í 40 km. Hópstart og fljótandi start
10:00: Ræsing fyrir keppendur í 5 km, 10 km og 20 km. Hópstart og fljótandi start

Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð:
14:30: Kaffihlaðborð verður í sal Íþróttafélagsins Fram, Úlfarsbraut 126, Úlfarsárdal, húsið opnar kl. 14:00
15:00: Verðlaunaafhending fer fram á sama stað
16:30 Kaffisamsæti lýkur

Frítt í sund eftir keppni í Dalslaug!

Upplýsingar um gönguna

Drykkjarstöðvar

Tvær drykkjarstöðvar verða á leiðinni, ein úti í braut í 10km hringnum og önnur á marksvæðinu

Aðstaða til að bera á skíðin

Ekki verður boðið upp á smurningsþjónustu á vegum keppnishaldara.

Úrslit
Sjá www.timataka.net