Bláfjallagangan

20. mars 2021

Sjá myndband

Play Video

Fréttir og tilkynningar

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst!

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst! Við verðum því miður að tilkynna að göngunni þetta árið hefur verið aflýst. Samkomubann rennur út 4. maí ef allt gengur upp, en við teljum ekki forsendur fyrir því að halda Bláfjallagöngu

Lesa meira >

Ný heimasíða Bláfjallagöngunnar!

Velkomin á heimasíðu Bláfjallagöngunnar. Hér koma fram allar helstu upplýsingar og einnig munu koma hingað inn reglulega fréttir og nýjar upplýsingar sem varða gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur 21. mars!

Lesa meira >

Um gönguna

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 21. mars 2020. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni og verður í ár í fyrsta skipti, hluti af Euroloppet.

Bláfjallagangan fer fram á fallegu svæði og liggur brautin meðal annars upp á Heiðina háu þar sem að útsýnið er frábært í góðu veðri. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk og hafa vinsældir Bláfjallagöngunnar aukist ár frá ári.

Vegalengdir sem að eru í boði:

40 km fyrir 17 ára og eldri:  Skráningargjald er 7.000 kr. til og með 9. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr. Hámark 100 þátttakendur. Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni.

5 km, 10 km og 20 km: Skráningargjald er 5.000 kr. til og með 9. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr. Hámarksfjöldi í 20km gönguna er 300 þátttakendur.
12 ára og yngri greiða 1.000 kr.

1 km – ekkert aldurstakmark: Skráningargjald er 1.000 kr

Skráningu líkur 20. mars.

Brautin

Start og mark er við skála Ullunga í Bláfjöllum. Lengsti hringurinn er 20 km langur en einnig verða
í boði 10 km, 5 km og 1 km hringir. Sjá nánar mynd hér að neðan.

Skráning og þátttökugjald

Skráning í Bláfjallagönguna fer fram hér: netskraning.is/blafjallagangan/

Skráningargjald:
40 km fyrir 17 ára og eldri:
Skráningargjald er 7.000 kr. til og með 9. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.
Hámarksfjöldi í 40 km gönguna er 100 þátttakendur.

5 km, 10 km og 20 km:
Skráningargjald er 5.000 kr. til og með 9. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr. 12 ára og yngri greiða 1.000 kr.

Hámarksfjöldi í 20 km gönguna er 300 þátttakendur.

1 km:
Skráningargjald er 1.000 kr.

Dagskrá

Fimmtudagurinn 19. mars frá kl. 16 – 18
Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni

Föstudagurinn 20. mars frá kl. 16 – 18
Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni

Laugardagurinn 21. mars
09:00: Ræsing fyrir keppendur í 40 km
10:00:  Ræsing fyrir keppendur í 5 km, 10 km og 20 km
10:10:   Ræsing fyrir keppendur í 1 km

Allir þátttakendur fá frítt í sund í Ásvallalaug í Hafnarfirði þennan dag! 

Upplýsingar um gönguna

Tímataka fer fram með tímatökuflögum á vegum timataka.net.

Drykkjarstöðvar
Í 40 km göngunni verða tvær drykkjarstöðvar þar sem boðið verður upp á vatn og orkudrykk. Í 20 km og 10 km göngunni verður ein drykkjarstöð í boði. 

Aðstaða til að bera á skíðin
Við skála Ullar er gámur þar sem aðstaða er til þess að bera á skíðin. Ekki verður boðið upp á smurningsþjónustu á vegum keppnishaldara.

Úrslit
Timataka.net