Bláfjallagangan

19. mars 2022

Sjá myndband

Play Video

Fréttir og tilkynningar

Skráning hafin!

Bláfjallagangan 2022 fer fram þann 19. mars 2022 og er búið að opna fyrir skráningu. Eftir 2 erfið síðustu ár þar sem þurft hefur að aflýsa göngunni erum við virkilega spennt að sjá sem flesta

Lesa meira >

Bláfjallagöngunni 2021 AFLÝST!

Því miður þá verður gangan ekki vegna snjóleysis þetta árið! Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir bjartsýnina með okkur og munum við endurgreiða öllum á næstu dögum! Sjáumst að ári eða laugardaginn 19. mars 2022

Lesa meira >

Bláfjallagöngunni FRESTAÐ til 10. apríl

Vegna veðurs undanfarna daga getum við því miður ekki haft gönguna laugardaginn 20. mars. Við stefnum ótrauð á að halda hana 10. apríl n.k. í staðin. Ástæður frestunar: • Rigning síðustu daga • Hitastigið •

Lesa meira >

Bláfjallagangan 2021 – skráning!

Nú er komið að því! Bláfjallagangan fer fram laugardaginn 20. mars 2021 og við höfum nú opnað fyrir skráningu!  Við erum afskaplega glöð yfir því að hafa fengið grænt ljós á að halda gönguna en

Lesa meira >

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst!

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst! Við verðum því miður að tilkynna að göngunni þetta árið hefur verið aflýst. Samkomubann rennur út 4. maí ef allt gengur upp, en við teljum ekki forsendur fyrir því að halda Bláfjallagöngu

Lesa meira >

Ný heimasíða Bláfjallagöngunnar!

Velkomin á heimasíðu Bláfjallagöngunnar. Hér koma fram allar helstu upplýsingar og einnig munu koma hingað inn reglulega fréttir og nýjar upplýsingar sem varða gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur 21. mars!

Lesa meira >

Um gönguna

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 19. mars 2022. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni og er frá árinu 2020 hluti af Euroloppet.

Bláfjallagangan fer fram á fallegu svæði og liggur brautin meðal annars upp á Heiðina háu þar sem að útsýnið er frábært í góðu veðri. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk og hafa vinsældir Bláfjallagöngunnar aukist ár frá ári.

Vegalengdir sem að eru í boði:

40 km fyrir 17 ára og eldri:  Skráningargjald er 7.000 kr.  Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni. Ath tímamörk eru í 40km; keppandi þarf að ná að klára fyrstu 20km á innan við 2klst og 45mín.

5 km, 10 km og 20 km: Skráningargjald er 5.000 kr. 
12 ára og yngri greiða 1.000 kr.

Skráningu lýkur 18. mars.

Brautin

Start og mark er við skála Ullunga í Bláfjöllum. Lengsti hringurinn er 20 km langur en einnig verða í boði 10 km, 5 km og 1 km hringir. Sjá nánar mynd hér að neðan.

Skráning og þátttökugjald

Skráning í Bláfjallagönguna fer fram hér: netskraning.is/blafjallagangan/

Skráningargjald:
40 km fyrir 17 ára og eldri:
Skráningargjald er 7.000 kr. til og með 8. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.

5 km, 10 km og 20 km:
Skráningargjald er 5.000 kr. til og með 8. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr. 12 ára og yngri greiða 1.000 kr.

Dagskrá

Fimmtudagur 8. apríl:

Kl 16 – 18: Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni

Föstudagur 9. apríl:

Kl 16 – 18: Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni

Laugardagurinn 10. apríl:
09:00: Ræsing fyrir keppendur í 40 km
10:00: Ræsing fyrir keppendur í 5 km, 10 km og 20 km

Allir þátttakendur fá frítt í sund í Ásvallalaug í Hafnarfirði þennan dag!

Upplýsingar um gönguna

Drykkjarstöðvar

Vegna Covid -19 verða ekki drykkir eða önnur næring í boði keppnishaldara í ár og keppendur verða því að bera með sér eigin drykki og aðra orku sem þeir vilja hafa. Á leiðinni verður þó stefnt að því að vera með í brautinni mannaðar stöðvar með aðstöðu fyrir keppendur að nærast

Aðstaða til að bera á skíðin
Vegna Covid – 19 verður ekki boðið upp á aðstöðu til þess að smyrja skíðin á keppnissvæðinu. Ekki verður boðið upp á smurningsþjónustu á vegum keppnishaldara.

Úrslit
Timataka.net

Toggle Content