Bláfjallagangan 2025 fer fram í Bláfjöllum, við Ýdali, skála Ullunga, laugardaginn 22. mars 2025. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk og eru fjölbreyttar vegalengdir í boði. Eftir gönguna verður glæsilegt kaffihlaðborð í sal Íþróttafélagsins Fram í Úlfarsárdal. Eins og í fyrra verður einnig í ár boðið upp á Bláfjallaskautið og fer sú ganga fram fimmtudaginn 20. mars.
Við hvetjum alla til þess að vera með í þessari skemmtilegu göngu. Um að gera að skrá sig sem fyrst, en verð hækkar frá og með 10. mars næstkomandi.
Sjáumst sem allra flest í Bláfjallagöngunni!