ÁBURÐARTIPS – BREYTINGAR!

Upplýsingar voru að berast um að þeir nái ekki að skafa nýja snjóinn úr brautinni þannig að það verður ekki klísturfæri fyrir festiáburð.

Rennslisáburðurinn verður sá sami og engin breyting fyrir skinnskíðin.

Ef þið hafið sett klístur undir áburðarskíðin þurfið þið að taka það undan. Ef þið hafið bara sett klísturgrunninn (þunnan) þá getur hann haldið sér.

Áburðartips: Setið 3 lög af V40 Swix yfir klísturspreyið (eða beint á þurr skíðin). Sléttið vel með kork. Setjið svo 3 þunn lög af V45 Swix og sléttið með kork. Þarnæst setjið þið aftur 3 þunn lög af V50 Swix og sléttið með kork. Ef það dugar ekki til þess að fá fatt, má setja 2 lög af V55 Swix undir fótinn.

Aðstæður ættu að vera mjög góðar í fjallinu með hvítum og fallegum nýsnjó.

Share