Sjáumst á laugardaginn!

Það styttist í laugardaginn og loka undirbúningur í fullum gangi og hlökkum við til að taka á móti ykkur. Nokkur atriði sem gott er vita.

Afhending ganga hefst í dag 17. mars í verslun Everest Skeifunni 6 og verður frá kl. 16:00 – 18:00 og einnig á morgun föstudag 18. mars á sama tíma. 40 km starta kl. 09:00 og 5 km, 10 km og 20 km kl. 10:00 – hvetjum ykkur öll að vera mætt 30 mín. fyrir start! Dregið verður úr þátttökuverðlaunum og afhent á staðnum vinningar eru m.a. frá Keahótelum, Fjallafélaginu, Fjallakofanum, GG sport, Sportval, Byko, Nova, Everest, Ferðafélagi Íslands, Verði og fleirum. Allir þátttakendur fá aðgang í Ásvallalaug í Hafnarfirði á laugardaginn og við bjóðum upp á kjötsúpu eftir göngu. Flagan er fest við númer og þarf ekki að skila og við biðjum alla að líma Bláfjallagöngu límmiða á skíðin ykkar. Hlökkum mikið til, sjáumst á laugardaginn!

Share