Bláfjallagangan 2021 – skráning!

Nú er komið að því!

Bláfjallagangan fer fram laugardaginn 20. mars 2021 og við höfum nú opnað fyrir skráningu! 

Við erum afskaplega glöð yfir því að hafa fengið grænt ljós á að halda gönguna en þó er ljóst að það verða nokkur atriði sem ekki verða með sama sniði og undanfarin ár. 

Vegna Covid -19 verða ekki drykkir eða önnur næring í boði keppnishaldara í ár og keppendur verða því að bera með sér eigin drykki og aðra orku sem þeir vilja hafa. Á leiðinni verður þó stefnt að því að vera með í brautinni mannaða stöð með aðstöðu fyrir keppendur að nærast

Einnig verður ekki kaffihlaðborð að göngu lokinni eins og verið hefur.

Við stefnum að því að eiga frábæran dag með ykkur öllum, með skemmtilegri göngu og góðri stemningu. Allir þátttakendur fá frítt í sund í Ásvallalaug í Hafnarfirði þennan dag!

Skráning með því að smella á skráningarhnappinn hér að ofan eða hér: www.netskraning.is/blafjallagangan

Share on facebook
Share