Bláfjallagangan 18. mars

Það styttist í 18. mars og veðurspáin er góð og aðstæður mjög góðar.

Flott útdráttarverðlaun fyrir þátttakendur sem dregið verður úr á kaffihlaðborði sem haldið verður í safnaðarheimili Langholtskirkju, eftir göngu! Verðlaunaafhending fer einnig fram þar, húsið opnar kl. 14:00.

Afhending gagna er fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. mars frá kl. 16:00 – 18:00 í verslun Everest í Skeifunni.

40 km starta kl. 09:00

20 km, 10 km og 5 km starta kl. 10:00

Útdráttarverðlaun:

✔️ 10×10.000 kr. gjafabréf frá H Verslun

✔️ 35.000 kr. gjafabréf frá Húsasmiðjunni

✔️ 30.000 kr gjafabréf frá Sportís

✔️ 100.000 kr. vörur frá Everest

✔️ 60-70.000 kr. vörur frá GG Sport

✔️ Gisting á Center hótels með morgunmat

✔️ Bröns á Jörgensen

✔️ 2×10.000 kr gjafabréf á Jómfrúna

✔️ Skíðapokar frá Ölpunum

✔️ Ilmolíur frá Mundo

✔️ 10.000 kr. gjafabréf frá Midgard Adventure

✔️ 4 pokar af ýmsum vörum frá Byko

✔️ Flot frá Aurora

✔️ Frímiði í Trékyllisvíkurhlaupið

✔️ 50.000 kr gjafabréf í Meistaraæfingar Einars Óla

✔️ Glæsilegar vörur frá Útilíf og Fjallakofanum

✔️ Pakkar frá Unbroken

✔️50.000 kr. gjafabréf frá Bændaferðum

Troðinn verður 20 km langur hringur fyrir 20 km og 40 km göngurnar. Heit bláberjasúpa þegar komið er í mark.

Tónlist, bjöllur, upphitun, verðlaun fyrir frumlegasta gallan og fleira og fleira.

Sjáumst laugardaginn 18. mars ⛷

Bláfjallagangan
Share