Bláfjallagangan 14.-16. mars 2024

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 14.-16. mars 2024. Nýtt í ár er Bláfjallaskautið, fimmtudaginn 14.mars. Gangan á laugardeginum 16.mars er hluti af Íslandsgöngunni.
Báðar þessar göngur eru sérstaklega fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk. 

Skráning er byrjuð og er hér: netskraning.is/blafjallagangan

Glæsilegir happdrættisvinningar fyrir þá sem skrá sig fyrir 31.12.2023 og svo aftur fyrir þá sem skrá sig frá 1.1.2024 – 28.2.2024. 

Share